top of page

Fréttir

Fréttir: Press

Sjálfstætt fólk gefin út hjá Penguin Random House

Penguin Random House gefur út Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Portrétt Einars af skáldinu prýðir kápu bókarinnar og er áætlað að hún komi í verslanir í október 2020.

Laxness_ContemporaryClassics4.jpg
5DM39156.jpg

Púls tímans - Heimildamynd um Einar Hákonarson

Myndin fjallar annarsvegar um innri baráttu Einars Hákonarsonar listmálara sem málað hefur land sitt og þjóð í hálfa öld og leit hans að sannleikanum í málverkinu. Hinsvegar fjallar Púls tímans um þau ytri átök í listheimum á Íslandi þegar málverkið var af mörgum dæmt dautt, úrellt og útilokað frá helstu sýningarsölum landsins.
Einar, fyrrum listrænn stjórnandi Kjarvalstaða og skólastjóri Myndlista -og handíðaskóla Íslands gerðist þá helsti kyndilberi íslenska málverksins og hélt í 30 ára í krossferð, í nafni þess.

Nú er hægt að skoða myndir Einars í Skútuvogi 12k

Vinnustofa Einars er á Hólmavík á Ströndum en nú er hægt að koma og skoða verk hans í Skútuvogi 12k. Tímapantanir eru í síma 6151648.

ms15einarhakonarsonpth1515web_edited.jpg
bottom of page